Harry og Meghan saman á sviði

Síðan Meghan Markle giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hefur hún lagt sitt af mörkum til að styðja við ungt fólk, menningarheiminn og hvatt konur áfram. Í dag kom hún óvænt fram með eiginmanni sínum Harry, þar sem hann hélt ræðu tileinkaða ungu fólki á Wembley í London.

Ekki var búist við að Meghan myndi sameinast Harry á sviðinu, en hún á það til að koma óvænt fram, eins og á bresku tískuverðlaununum fyrr í vetur.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.