Uppáhalds mynstur Kim Kardashian

Kim Kardashian fer yfirleitt alla leið eins og við sjáum á þessum myndum af henni frá París. Uppáhalds mynstrið hennar þessa dagana virðist vera hlébarðamynstrið og ákvað hún að klæðast því frá toppi til táar.

En það er saga á bakvið dressið. Flíkurnar eru frá Azzedine Alaia og eru frá árinu 1991. Fyrirsætan Deon Bray gerði dressið frægt, en er nú orðið enn frægara eftir Kim Kardashian. Kim sannar það enn og aftur að tískan fer í hringi.

Glamour/Getty
Deon Bray á tískupalli Alaia árið 1991.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.