Drottningin tekur sín fyrstu skref á Instagram

Englandsdrottning tók sín fyrstu skref á Instagram í dag, þegar hún var í heimsókn á vísindasafninu í London. Frumraun drottningarinnar á miðlinum var tilkynning um sumarsýningu safnsins sem ber heitið Top Secret.

„Það virðist passa að ég skrifi þessa tilkynningu á Instagram á vísindasafninu, sem hafa lengi lagt áherslu á tækni, nýsköpun og haft áhrif á næstu kynslóð uppfinningamanna,“ skrifar drottningin.

Drottningin klæddist appelsínugulri kápu með appelsínugulan hatt í stíl, sem var skreyttur blómum. Alltaf er hægt að treysta á hana fyrir litagleði.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.