Ofurfyrirsæta gefur lífsstílsráð

Ofurfyrirsætan Cindy Crawford byrjar alla daga á grænum drykk, æfir vel og notar alltaf sólarvörn. Cindy var ein frægasta ofurfyrirsæta heims á níunda og tíunda áratugnum og er nú 53 ára gömul.

Dóttir hennar, Kaia Gerber, ætlar svo sannarlega að feta í fótspor móður sinnar og er ein vinsælasta fyrirsætan í dag. Hér gefur Cindy nokkur góð lífsstílsráð tengd mataræði, æfingu og útliti.

„Gamaldags æfingar gera meira fyrir mig en jóga og skokk. Ég fæ þjálfara heim til mín þrisvar sinnum í viku sem lætur mig gera armbeygjur, hlaup upp stiga og alls konar. Inn á milli reyni ég að róa mig niður. Um helgar fer ég í fjallgöngur og hjóla.“

„Ég byrja alla daga á grænum drykk sem er stútfullur af vítamínum. Ég set spínat, möndlumjólk, hálfan banana, próteinduft, kakónibbur og ferska mintu.“


„Haltu ró með því að hugleiða og fara í gufu. Ég hef lært sitt hvað um kosti þess að hugleiða svo það er eitthvað sem ég nýti mér þegar ég þarf á því að halda. En uppáhaldið mitt er að fara í gufu, ég er eins og ný kona eftir á.“

View this post on Instagram

Happy place.

A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) on

„Alltaf nota sólarvörn. Ég hef notað mína eigin línu, Meaningful Beauty, síðan ég var þrítug. Það er alltaf verið að bæta hana. En sólarvörn er mikilvægust, húðin mín er sterk og ég verð fljótt brún. Á ströndinni eru hattur og sólgleraugu ómissandi.“

View this post on Instagram

Friday night highlights.

A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) on

„Notaðu hárnæringu. Ég set í mig hárnæringu á meðan ég æfi, því ég veit ég mun fara í sturtu og þvo hárið. Hárið mitt er ekki eins og þykkt og það var því miður. Ég hef litað það oft í gegnum árin og það hefur farið illa með hárið. Stundum sef ég með lítinn snúð og þá helst það mjúkt, en ég nota aldrei hárteygjur, bara klemmur.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.