Uppáhalds taska Katrínar

Uppáhalds töskumerki Katrínar síðustu mánuði er Manu Atelier, en hún bar dökkgræna tösku frá merkinu í Blackpool fyrir nokkrum dögum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Katrín velur merkið, en hún hefur eflaust úr mjög mörgu að velja.

Taskan kostar um 65 þúsund íslenskar krónur og er ódýrari en flestar töskur frá vinsælum tískuhúsum. Manu Atelier var stofnað af tveimur systrum árið 2014 og hefur orðið mjög vinsælt á skömmum tíma. Katrín er greinilega mikill aðdáandi og hefur sést með töskur frá þeim oft á síðustu mánuðum. Það verður eflaust nóg að gera hjá systrunum næstu mánuði, þar sem flíkur sem Katrín klæðist seljast yfirleitt mjög hratt upp.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.