Flíkurnar sem þú ættir að fá þér fyrir vorið

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að brúnn er litur vorsins, og allir hans tónar og áferðir. Glamour hefur tekið saman brúnu flíkurnar sem þú ættir að fjárfesta í fyrir vorið og það er aldrei að vita nema þessar flíkur leynist nú þegar inn í fataskáp.

Rykfrakkinn. Nú er hann í yfirstærð og nær fyrir neðan hné. Frakkinn lengst til hægri er frá Blanche og fæst í Húrra Reykjavík.

Jakkafatajakkinn. Auðvitað er best ef það er dragt, buxur og jakki í stíl, en ef ekki þá skaltu láta jakkann duga. Við klæðumst okkar við hvítar buxur í sumar. Jakki lengst til hægri, er frá H&M Studio, og er væntanlegur í verslanir þann 21. mars. Jakkinn á myndinni og í miðjunni er frá Zöru.

Buxurnar. Háar í mittið og beinar niður í ljósbrúnum lit. Passa við allt og verða góð tilbreyting frá hinum buxunum þínum í vor. Þessar eru frá &Other Stories.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.