Kylie Jenner er yngsti milljarðamæringur í heimi

Kylie Jenner er yngsti milljarðamæringur í heimi, aðeins 21 árs gömul. Forbes tilkynnti um þetta á Twitter þann 5. mars síðastliðinn. Kylie skaut Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, ref fyrir rass en hann bar áður sama titil, en hann varð milljarðamæringur aðeins 23 ára gamall.

Kylie á samfélagsmiðlum mikið að þakka fyrir velgengni sína undanfarin ár, en hún er með 128 milljónir fylgjenda á Instagram. Árið 2015 stofnaði Kylie sitt eigið förðunarmerki, Kylie Cosmetics, sem hún er dugleg að auglýsa á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

thank you @forbes 💜

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.