Dragtir í öllum regnbogans litum

Dragtin var áberandi á fólkinu á tískuvikunni og var í öllum regnbogans litum. Þó að ljósbrúnn verði vinsælasti litur sumarsins þá er um að gera að hafa dragtina í skærari lit eins og á þessum myndum sem Glamour hefur tekið saman.

Dragtin er mjög klassísk, því hægt er að nota jakkann og buxurnar saman eða í sitthvoru lagi. Fallegur dragtarjakki passar vel við gallabuxur og ökklastígvél og buxurnar við þunna prjónapeysu. Ef þú hyggst bæta einhverju við fataskápinn fyrir vorið þá skaltu taka dragtina sterklega til greina. 

Glamour/Getty.  Rauð dragt gerir mikið fyrir gráa daga. 
Þú getur einnig valið einn lit frá toppi til táar.
Svart er alltaf klassískt.
Ljósgrá dragt við strigaskó passar vel saman.
Brúnn verður vinsælasti liturinn í vor og er sérstaklega flottur á dragt.

Afhverju ekki að klæðast skærbleikri dragt?
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.