Meghan er einni árstíð á undan

Meghan Markle er einni árstíð á undan okkur hinum, en í dag klæddist hún kjól og kápu frá Erdem, en fatnaðurinn er úr haust- og vetrarlínunni 2019/2020. Fötin eru úr dökkgrænni ull og voru svartir steinar bróderaðir á kápuna. Meghan og Harry eyddu deginum í London, en Meghan mun ekki ferðast langt næstu mánuði þar sem von er á barninu innan næstu þrjá mánuði.

Glamour/Getty
Frá tískupalli Erdem í febrúar á þessu ári.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.