Best klæddi fótboltamaðurinn

Hinn spænski Héctor Bellerin er talin vera einn best klæddi fótboltamaðurinn í dag, en á frídögum kýs hann Prada og Balenciaga fram yfir íþróttagallann. Hector tjáði sig um tískuáhugann við breska Vogue.

„Margir ná þessu ekki. Ég veit að margir sem hafa áhuga á fótbolta hafa engan áhuga á tísku. Fyrir þeim er það skrýtið að sjá einhvern sem lítur öðruvísi út. En ég hef lært að lesa ekki það sem fólk segir um mig,“ segir Héctor.

Glamour/Getty

Á milli þess að spila fótbolta er einnig líklegt að hann mæti stöku sinnum á tískusýningar, eins og hjá tískuhúsunum Christopher Raeburn og Cold Wall. Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir það, og segir fólk hann eiga að einbeita sér að fótboltanum. „Ég lifi mínu lífi eins og ég vil, ekki eins og annað fólk vill að ég geri.“

Héctor ólst upp í Barcelona en flutti til Arsenal aðeins 16 ára gamall. Héctor segir að það fyrsta sem hann hafi keypt sér þegar hann eignaðist pening var Louis Vuitton snyrtitaska og Gucci belti. „En ég hef lært að passa mig. Peningarnir koma hratt en þeir fara enn hraðar.“


View this post on Instagram

Keeping the knee in check

A post shared by Héctor Bellerín (@hectorbellerin) on

View this post on Instagram

You do you, I'll do me.

A post shared by Héctor Bellerín (@hectorbellerin) on

View this post on Instagram

F1 x Mural Fest 🏁

A post shared by Héctor Bellerín (@hectorbellerin) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.