Í höllinni í tólf ára gömlum kjól

Amal og George Clooney var boðið í kvöldverð í Buckingham-höll í gærkvöldi ásamt nokkrum öðrum leikurum. Amal klæddist 12 ára gömlum kjól, frá tískuhúsinu Jean-Louis Scherrer. Amal fann kjólinn í versluninni William Vintage í London, en sú verslun sérhæfir sig í eldri fatnaði og sérstökum flíkum sem erfitt er að finna annars staðar.

Ákveðin nostalgía hefur verið í tísku undanfarna mánuði, og þá sérstaklega stjörnunum sem fara aftur í tímann þegar kemur að kjólaleit fyrir rauða dregilinn.

Líklegt er að hjónin heimsæki Meghan og Harry, en þau eru öll miklir vinir.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.