Tók börnin með á frumsýningu Dumbo

Leikkonan Angelina Jolie mætti með fjögur af börnum sínum á frumsýningu Dumbo, frægu teiknimyndinni í endurgerð Tim Burton. Angelina á sex börn með leikaranum Brad Pitt, en þau skildu árið 2016.

Angelina leit glæsilega út í hvítum Versace kjól, en undanfarin ár hefur hún oft valið ítalska tískuhúsið til að klæða sig fyrir rauða dregilinn.

Fjölskyldan virðist hafa skemmt sér vel þetta kvöld og gátu varla hætt að hlæja á meðan myndatökunni stóð.

Glamour/Getty
Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, and Shiloh Nouvel Jolie-Pitt.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.