Þú getur lært leiklist hjá Natalie Portman

Natalie Portman hefur ákveðið að deila visku sinni úr leiklistarheiminum í nýju námskeiði á netinu. Natalie er Óskarsverðlaunahafi og lék meðal annars í myndunum Jackie og Black Swan. Námskeiðið kostar um 13 þúsund krónur og verður aðgengilegt í gegnum MasterClass.

Á vefsíðu MasterClass geturðu meðal annars lært að elda frá Gordon Ramsay, búið til takta með Timbaland, lært tennis hjá Serenu Williams, fatahönnun frá Marc Jacobs eða að skrifa spennusögur með Dan Brown gegn vægu gjaldi. Tímarnir eru í formi myndbanda.

Á námskeiðinu mun Natalie gefa nemendum ýmis ráð sem hún hefur lært í gegnum tíðina, en hún fékk sitt fyrsta hlutverk aðeins tíu ára gömul. Natalie mun einnig fara yfir mikilvægi þess að undirbúa sig bæði líkamlega og andlega fyrir hlutverk, hvernig skal æfa mismunandi mállýskur og talanda og koma sér inn í hlutverkin og persónur.

„Leiklist er heillandi og skemmtileg reynsla. Það er samsett af leik og samúð,“ segir í tilkynningu frá Natalie. „Maður á að geta verið listrænn, læra nýja hluti og gera mistök. Ég lærði á þann hátt.“

Námskeiðið er samansett af tuttugu mismunandi kennslustundum sem þú getur lært á þínum hraða. Einnig geturðu hlaðið niður glósum frá tímunum. „Á námskeiðinu er ég spennt að deila með ykkur yfir 25 árum að reynslu sem leikkona, hluti sem hafa virkað vel fyrir mig, sem hafa virkað vel fyrir aðra og ráð sem ég hef búið til sem hjálpa sjálfri mér.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.