Hera Hilmarsdóttir í ameríska Vogue

Fjallað er um íslensku leikkonuna Heru Hilmarsdóttur í aprílblaði ameríska Vogue. Þar er Hera á meðal annarra kvenna úr leiklistarheiminum, eins og Scarlett Johansson, Léa Seydoux og Vanessu Kirby.

Í blaðinu er verið að fjalla um hæfileikaríkar leikkonur frá mismunandi löndum. Það er meðal annars fjallað um leik Heru í myndinni Mortal Engines sem var frumsýnd seint á síðasta ári. Vogue segir þessar leikkonur vera þær vinsælustu í Hollywood um þessar mundir, svo við fögnum því að sjá íslenskt hæfileikaríkt andlit þar á meðal.

Hera Hilmarsdóttir í Vogue. Myndin er tekin af Mikael Jansson.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.