Keira Knightley klæðist vinsælasta litnum í dag

Keira Knightley klæddist fallegum kjól á rauða dreglinum í gær, á frumsýningu á The Aftermath, í vinsælasta litnum í dag. Kjóllinn er frá Valentino og er í skærgulum lit.

Liturinn hefur aðallega verið notaður í jökkum, bolum og buxum hingað til og hafa fáar stjörnur þorað að fara í honum á rauða dregilinn. Keira er hins vegar þekkt fyrir að velja fallega kjóla og brást það ekki í þetta skiptið.

Förðunin var náttúruleg fyrir utan skærfjólubláan varalit, auðvitað til að tóna vel við kjólinn.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.