Kendall Jenner klæðist hinni fullkomnu partýskyrtu

Kendall Jenner kann að klæða sig upp fyrir góð partý, en í gær mætti hún á opnun Edition hótelsins í New York og klæddist dressi sem fullkomið er í partýið. Kendall klæddist skyrtu og pilsi frá Ronny Kobo.

Skyrtan var úr snákaskinnsmynstri, mjög flegin og með síðum ermum. Svona skyrta passar vel við víðar uppháar gallabuxur, nema þú viljir ganga jafn langt og Kendall.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.