Skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Í kvöld verða nemendur á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands með tískusýningu. Verkefnið ber nafnið Misbrigði IV og er unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands.

Tilgangur verkefnisins er að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum, með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni, svo sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.

Frá vinnustofu Listaháskólans.

Tísku- og textíliðnaðurinn er mjög óumhverfisvænn, ódýr fatnaður er notaður stöku sinnum og síðan annað hvort hent eða gefinn. Það verður því gaman að sjá hvernig nemendur Listaháskólans munu glæða gömlum flíkum nýju lífi.

Sýningin fer fram í kvöld, í leikhúsrými Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91. Gengið er inn um listkennsluinngang. Tískusýningin verður sýnd tvisvar, kl. 19 og kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Hér er meira um viðburðinn.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.