Lína Ganni x 66°NORTH í verslanir í dag

Samstarf Ganni og 66°NORTH kemur í verslanir í dag og eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir línunni. Línan samanstendur af fjórum yfirhöfnum sem allar munu nýtast þér vel næstu mánuði. Danska merkið Ganni er eitt vinsælasta fatamerkið í heiminum í dag.

Samstarf fyrirtækjana varð ljóst á sýningu Ganni í ágúst síðastliðnum, svo margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að fatnaðurinn kæmi í búðir. Í línunni er flísvesti, regnkápa, regnjakki og praktískur jakki.

Í línunni mætast tvær andstæður, borgarlífið og útivist. Fatnaðinn geturðu þess vegna notað við mörg tilefni og er hann fullkominn fyrir íslenska sumarið þegar veðrið er ófyrirsjáanlegt. Svo auðvelt er að réttlæta þessi kaup fyrir sér.

Línan verður fáanleg í verslun 66°NORTH á Laugavegi 17-19 frá kl. 17 – kl. 19 í kvöld. Auðvelt að muna! Línan fer einnig í sölu á vefsíðu 66°NORTH. Hér er viðburðurinn á Facebook.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.