Þessu ættirðu ekki að missa af á Hönnunarmars

Hönnunarmars fer fram í ellefta sinn dagana 28. – 31. mars og er mikið um að vera þá helgi. Á Hönnunarmars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Hér höfum eru nokkrir viðburðir sem við ætlum ekki að missa af.

Hildur Yeoman

The Wanderer – Hildur Yeoman
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman kynnir vor- og sumarlínu sína 2019  í Hafnarhúsinu þann 29 mars. Húsið opnar 19.30 og sýningin hefst klukkan 20. Línan fer strax daginn eftir í sölu.

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/the-wanderer

Denim on denim on denim on denim

Denim on denim on denim on denim – Studío Flétta og Steinunn Eyja Halldórsdóttir

Hönnunarstúdíóið Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, og fatahönnuðurinn Steinunn Eyja taka höndum saman og búa til gólfmottur úr gömlum gallabuxum frá Rauða krossinum. Verkefnið er liður í að vinna gegn textílsóun Íslendinga sem hefur verið mikið til umræðu undanfarið.

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/mottur-ur-gallabuxum-tiltill-i-vinnslu

Glamour/Getty. Katherine Hamnett.

DesignTalks ráðstefnan markar upphaf HönnunarMars og þar taka þátt fullt af áhugaverðu fólki. Til dæmis fatahönnuðurinn og brautryðjandinn Katharine Hamnett. Stútfullur dagur af innblæstri fyrir fagfólk sem og áhugafólk um hönnun og arkitektúr

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/designtalks-2019

Anita Hirlekar

Vetrarlína 2019 – Aníta Hirlekar 

ANITA HIRLEKAR frumsýnir Vetrarlínu 2019 med listrænni innsetningu. Aníta sækir innblástur í myndlist og vinnur fatalínuna á forsendum hennar. Sem fyrr einkennist hönnun hennar af litríkum munstrum og handbróderðum textíl. Hún auglýsti til dæmis eftir fyrirsætunum á öllum aldri, af ólíkum stærðum og gerðum á Instagram á dögunum. Það er áhugavert að fylgja því eftir.

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/vetrarlina-2019

Kynjakokteill

Kynjakokteill – Tanja Huld Levý

Áhugaverður viðburður þar sem þátttakendur taka höndum saman við Drag-Súg og bjóða gestum í aldingarðveislu í Gamla Nýló, laugardaginn 30. mars. Þða er velt sé upp úr kyni, kynhegðun og kynbundinni sjálfsmynd með allskonar atriðum, uppákomum og verkum. Sett verður á svið veröld þar sem kynveggir fortíðarinnar eru brotnir niður og sköpunargleðin fær að ráða ríkjum.

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/kynja-kokteill

Vveraa

Vveraa Reykjavík – skartgripahönnun úr sanngirnirsvottuðu gulli

VVERAA Reykjavík kynnir skartgripahönnun úr 18kt gulli frá fyrstu námunni í Afríku til að hljóta sanngirnisvottun frá Fairtrade samtökunum árið 2017. Hönnunin er eftir grafíska hönnuðinn Maríu Ericsdóttur Panduro sem ólst upp á gömlu gullgreftrarsvæði í Sierra Leone. VVERAA Reykjavík er nýtt vörumerki sem hannar og framleiðir skartgripi úr sanngirnisvottuðu gulli (e. Fairtrade), hið eina sinnar tegundar hér á landi. 

Meira hér: https://honnunarmars.is/dagskra/2019/vveraa-reykjavik-honnun-ur-gulli

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.