Fanney Ingvarsdóttir hannar fatalínu fyrir NTC

Fanney Ingvarsdóttir hefur hannað fatalínu í samstarfi við MOSS, sem er í eigu íslenska fyrirtækisins N.T.C. Fatalínan samanstendur af átján mismunandi flíkum og inniheldur meðal annars leðurbuxur, samfesting, rykfrakka og sumarlegan kjól.

Fanney Ingvarsdóttir er meðal annars bloggari á Trendnet, en hún notar aðallega Instagram til að koma sínu á framfæri, en þar er hún með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur. Margir sækja í hugmyndir frá Fanneyju hvað varðar tísku, innanhúshugmyndir eða bara til að fylgjast með lífi hennar.

GLAMOUR/Íris Dögg Einarsdóttir

„Leðurbuxurnar eru uppáhalds flíkin mín úr línunni. Mig hefur langað í slíkar buxur í mörg ár og var alltaf með eitt ákveðið snið í huga, en fann þær aldrei,“ segir Fanney þegar hún er spurð að því hver uppáhalds flíkin hennar er úr línunni. „Þegar þetta tækifæri kom þá voru uppháar ekta leðurbuxur það fyrsta sem kom upp í hugann.“

Línan kemur í verslanir Galleri Sautján þann 11. apríl.

GLAMOUR/Íris Dögg Einarsdóttir
GLAMOUR/Íris Dögg Einarsdóttir
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.