Vinsælustu skórnir í dag eru loðnir inniskór

Skór sem að hafa áður þótt ljótir koma reglulega í tísku, eins og þykkir strigaskór eða sandalar eins og Croc’s eða Birkenstock. Vinsælustu skórnir um þessar mundir eru loðnir inniskór frá Louis Vuitton, sem mörgum hefðu ekki dottið í hug að klæðast utandyra.

Skórnir kosta rúmar 200 þúsund krónur og því engin ástæða til að klæðast þeim bara inni. Stjörnur eins og Sophie Turner og Justin Bieber eru hrifin af skóparinu og mun ekki líða á löngu þar til aðrir herma eftir.

Glamour/Getty
Sophie Turner.
Justin Bieber
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.