Celine Dion er nýjasta andlit L’Oreal

Söngkonan Celine Dion hefur aldrei verið vinsælli en nú, og þeytist á milli tískusýninga og tónleika. Celine hefur verið áberandi á fyrsta bekk á tískuvikunum í París og klæðist hátísku á undan öllum öðrum.

Nú er hin 51 árs gamla söngkona orðin andlit snyrtivörumerkisins L’Oreal. Celine er stolt af þessum árangri og sagðist hafa dreymt um þetta sem lítil stelpa. „Þegar ég var yngri þá skammaðist ég mín fyrir tennurnar mínar, og ég var virkilega grönn. Ég hefði aldrei haldið að ég yrði beðin um að vera andlit eins stærsta snyrtivörumerkis í heiminum, hvað þá 51 árs að aldri,“ sagði Celine.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.