Notaðu silkiklútinn eins og amma

Silkiklúturinn er vinsæll fylgihlutur á meðal stjarnanna, en tískufyrirmyndir eins og Kendall Jenner og Chloe Sevigny nota hann á aðra vegu og binda hann um höfuðið. Alveg eins og amma myndi gera.

Silkiklútinn er hægt að nota á mismunandi hátt, um hálsinn, í hárið eða yfir höfuðið. Fáðu þér litríkan klút fyrir sumarið og hann verður þinn helsti fylgihlutur.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.