Meghan og Harry eru flutt í nýja húsið

Meghan og Harry eru flutt í Frogmore Cottage í Windsor, þar sem þau hyggjast búa í næstu árin. Þau flytja í húsið rétt áður en Meghan fæðir fyrsta barn þeirra hjóna.

Hjónin gerðu ansi mikið við húsið, en því var áður skipt niður í nokkrar íbúðir. Nú er það hins vegar orðið að heimili fyrir eina fjölskyldu.

Glamour/Skjáskot

Það kostaði sitt að gera upp húsið, en Harry og Meghan gerðu það aðeins nýtískulegra en áður. Inn í húsinu má finna jógastúdíó, hljóðeinangraða glugga og barnaherbergi með vegan veggmálningu. Móðir Meghan, Doria Ragland, er einnig með sitt eigið herbergi.


Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.