Sólgleraugun fyrir sumarið eru risastór

Ef þig vantar ný sólgleraugu fyrir sumarið ættirðu að leita eftir risastórum sem hylja nánast allt andlitið. Á tískupöllum Tom Ford, Tod’s og Christian Dior mátti finna margar útgáfur í mismunandi litum, en öll áttu það sameiginlegt að vera mjög stór.

Þetta lag á gleraugum er aðeins öðruvísi frá því í fyrra, þegar pínulitlu kisugleraugun voru hvað mest áberandi. Ekki hræðast að prófa þig áfram með aðra liti en svartan, eins og ljósbrúnan sem þú getur klæðst við hvítt og brúnt.

Glamour/Getty.
Christian Dior.
Rick Owens.
Rick Owens.
Tod’s.
MSGM.
Tom Ford.
Zadig & Voltaire.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.