Michelle Obama klæðist danskri hönnun

Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, ferðast nú um heiminn og kynnir sjálfsævisögusína, Becoming. Nú er hún stödd í Kaupmannahöfn, þar sem hún valdi sér að sjálfsögðu danska hönnun til að klæðast.

Michelle hefur vakið mikla athygli fyrir tískuval sitt og þá sérstaklega þegar hún klæddist hnéháum glimmerstígvélum frá Balenciaga. Fyrir fyrirlestur sinn í Kaupmannahöfn valdi hún sér ferskjulitaða dragt frá merkinu Stine Goya.

GLamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.