Photoshop mistök gáfu Khloé Kardashian fjóra auka fingur

Kardashian systurnar hafa stundum verið gagnrýndar fyrir að breyta myndunum af sér sem þær láta á samfélagsmiðla, þó þær hafi sjaldan svarað fyrir þær ásakanir. En nú fengu aðdáendur Khloé Kardashian staðfestingu á því eftir að hún deildi nýrri mynd af sér á Instagram.

Khloé deildi mynd af sér þar sem hún hafði klætt sig upp fyrir 75 ára afmæli söngkonunnar Diönu Ross. En ef að rýnt er í myndina þá sést að Khloé hafi grætt fjóra auka fingur við photoshop vinnuna, sem greinilega hafði verið gerð með hraði. Khloé hefur ekki tjáð sig um mistökin en mun án efa gera þetta betur næst.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.