Kim Kardashian er í lögfræðinámi

Það er aldrei að vita hvað Kim Kardashian hyggst taka sér fyrir hendur, en líklega bjuggust fáir við nýjustu fréttum af samfélagsmiðlastjörnunni. Kim Kardashian er í námi í lögfræði og stefnir á að klára árið 2022. Þetta kemur fram í ameríska Vogue þar sem hún prýðir forsíðuna.

Síðustu ár hefur Kim barist fyrir þeim sem hafa ranglega hlotið dóm og setið í fangelsi. Síðasta sumar tók Kim mikinn þátt í því þegar hin 63 ára Alice Marie Johnson var hleypt úr fangelsi, en hún uppgötvaði mál hennar í gegnum samfélagsmiðla. Síðan þá hefur Kim setið fundi með Donald Trump í Hvíta húsinu, heimsótt fangelsi og talað um málefnið við þingmenn í landinu.

Í samtali við Vogue segir hún að henni fannst hana vanta dýpri skilning á lögfræði og ákvað eftir langa umhugsun að gerast lærlingur á lögmannsstofu í San Francisco, sem mun taka hana fjögur ár. „Hvíta húsið hringdi í mig, þar sem ég var beðin um að vera ráðgjafi í ýmsum málum tengd sakamálum. Þarna sat ég, með mikilvægu fólki, lögfræðingum og dómurum og hugsaði að ég þyrfti að vita meira,“ sagði Kim í samtali við Vogue.

„Síðustu ár hef ég haft lögfræðinga með mér sem geta rökstutt það sem ég er að meina. Það er aldrei ein manneskja sem gerir allt, þetta er alltaf samvinna. Ég hef alltaf vitað hver mín staða er, en mig langaði að gera meira svo ég geti barist fyrir fólki sem hefur greitt sínar skuldir til samfélagsins.“

Kim talar einnig um að hafa litið mikið upp til föður síns, Robert Kardashian, sem var einn af aðal lögfræðingum OJ Simpson. „Ég hafði mikinn áhuga á því máli, og um helgar var húsið okkar notað sem skrifstofa fyrir málið.“

Næstu fjögur árin mun henni vera leiðbeint af tveimur lögfræðingum, Jessicu Jackson og Eric Haney, sem hjálpa henni í gegnum átján klukkutíma á viku þar sem hún þarf að læra undir eftirliti. Í sumar mun hún svo taka próf sem hún þarf að standast til að halda áfram námi.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.