Umhverfisvæn lína H&M í verslanir í dag

Umhverfisvæn fatalína frá sænska tískurisanum H&M kemur í verslanir í dag, en línan heitir H&M Conscious Exclusive. Línan kemur út á hverju vori og fá ný sjálfbær efni að njóta sín.

Við gerð línunnar er alltaf lögð áhersla á nýsköpun og þróun nýrra efna. Fyrir vorið 2019 var horft til hinna græðandi eiginleika náttúrunnar. Með þessari línu eru ný sjálfbær efni kynnt til leiks. Efni eins og Piñatex®, sem er náttúrulegt leðurlíki gert úr sellúlósatrefjum sem unnar eru úr ananaslaufum, BLOOM™ svampur, sveigjanlegur svampur sem meðal annars er unninn úr lífrænum þörungamassa, og Orange Fiber®, sjálfbær efni sem líkjast silki og eru unnin úr aukaafurðum safa úr m.a. appelsínum. Falleg mynstur og litir einkenna línuna, með litum eins og ljósfjólubláum, ljósbrúnum, blágrænum og kóralbleikum. Einnig er mikið um flotta fylgihluti, skart, sólgleraugu og mynstraða klúta.

Línan kemur í verslanir í Smáralind, í dag.

GLAMOUR/H&M
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.