10 vinsælustu brúðkaupstrendin 2019

Þó að flestir hafi eigin sýn á hvernig brúðkaupið skal vera þá koma alltaf ný og ný trend fram á hverju ári. Verðandi brúðir (og brúðgumar) nota oft samfélagsmiðla og aðrar vefsíður til að safna hugmyndum fyrir stóra daginn, en vefsíðan Lyst hefur tekið saman lista yfir vinsælustu brúðkaupstrendin fyrir árið 2019.

Glamour/Getty. Morilee By Madeline Gardner.

1 Kjólar með vösum
Leit eftir brúðarkjól með vösum hefur vaxið um 83% síðustu sex mánuði.

Converse All Star

2 Strigaskór fyrir brúðkaupið
Brúðir verða að geta dansað. Leitin eftir strigaskóm hefur vaxið um 61% á einu ári.

Brigitte Bardot árið 1970.

3 Gamlir og notaðir kjólar
Leit eftir gömlum/notuðum kjólum (e. vintage) hefur vaxið um 93% á einu ári.

4 Hvítar dragtir
Það vilja ekki allar gifta sig í kjól, en leit eftir hvítri dragt hefur vaxið um 43% síðustu þrjá mánuði.

Wedding rings

5 Trúlofunarhringar fyrir karlmenn
Þú getur alveg beðið hans í stað þess að bíða. Leitin eftir trúlofunarhringjum fyrir karlmenn hefur vaxið um 66% á einu ári.

Valentino.

6 Skærbleikir kjólar
Það þarf ekki alltaf að gifta sig í hvítu. Leit eftir skærbleikum brúðarkjólum hefur vaxið um 45% á einu ári.

Aalto.

7 Dragtarjakki yfir axlir
Verðandi brúðir virðast vilja hafa dragtarjakka yfir kjólinn, þegar þær flytja sig á milli staða. Leitin eftir þeim hefur vaxið um 57% síðustu þrjá mánuði.

Rachel Weisz á Óskarnum.

8 Hárskraut
Þetta helst í hendur við trend í tískuheiminum, en leit eftir brúðarlegu hárskrauti hefur vaxið um 94% síðan í janúar 2019. Eftir Óskarsverðlaunin hefur leit eftir demantshárböndum vaxið um 78%, en leikkonan Rachel Weisz bar eitt slíkt á verðlaunahátíðinni.

Perlueyrnalokkar.

9 Öðruvísi perlur
Leitin af perluskartgripum eins og eyrnalokkum og hárskrauti hefur vaxið um 109% síðan í Janúar 2019.

Chanel.

10 Nútímalegt brúðkaup
Fólk vill greinilega fara að breyta aðeins til, en orðin nútímalegt brúðkaup var oftast slegið inn í leitarvélar, t.d. Google.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.