Fylgihlutirnir sem þú þarft fyrir sumarið

Fyrir hverja nýja árstíð vill maður yfirleitt breyta aðeins til og fá meira líf í fataskápinn, þá sérstaklega þegar sumarið nálgast. Þú þarft hins vegar ekki að fjárfesta í mörgum flíkum, en frekar í sérstökum fylgihlutum. Glamour hefur tekið saman nokkra fylgihluti sem verða vinsælir í sumar. 

Glamour/Getty. Tom Ford.
Gucci
Loewe

Stór sólgleraugu
Stór sólgleraugu sem hylja nánast allt andlitið voru áberandi á tískusýningum Gucci, Tom Ford og Loewe. Þetta trend er breyting frá því í fyrra, þegar litlu kisusólgleraugun voru vinsælust. Nú þarftu hins vegar að hafa augun opin fyrir þeim stærstu. Svört eru auðvitað alltaf klassísk, en athugaðu líka með ljósbrúna litatóna 

Fendi
Gucci
Stella McCartney

Tvær töskur í einuÞetta trend er frábært fyrir þá sem eru alltaf með of mikið af dóti með sér. Hjá Stellu McCartney, Gucci og Fendi gengu fyrirsæturnar niður tískupallinn með tvær töskur í einu, önnur minni hin stærri, og auðvitað í stíl. 

Prada
Christian Dior
Celine

Hárbandið
Hárskraut hefur verið vinsælt í ár og þá sérstaklega perluspennur. Nú skaltu samt vera skrefi á undan og hafa augun opin fyrir þykkum hárböndum og hárspöngum. Þetta trend var mest áberandi hjá Prada, Celine og Christian Dior og voru tískuhúsin öll með sínar útgáfur. Hárskraut eins og þetta gerir mikið fyrir hárið þegar þú hefur lítinn tíma. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.