Gigi Hadid og Kylie Jenner ætla að koma þessu mynstri í tísku

Mynstrið sem margir tengja við ódýran sólarstrandarfatnað, hnútabatik (e. tie dye), er komið aftur í tísku fyrir sumarið og var áberandi á tískupöllunum hjá Prada, Ganni og R13. Gigi Hadid og Kylie Jenner eru greinilega til í þetta trend og klæddust því um helgina á hinni frægu Coachella tónlistarhátíð.

Báðar Gigi Hadid og Kylie Jenner klæddust fatnaði frá danska merkinu Ganni, en Gigi Hadid var í litríku vesti á meðan Kylie fór í buxur og jakka í stíl.

View this post on Instagram

back! 🌞🌵🌅 day one

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid) on

View this post on Instagram

💕🥰🦋💫⭐️✨🤪

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vor sem Gigi klæðist þessu mynstri, en fyrir nokkrum dögum í New York var hún í litríkum bol frá Polo Ralph Lauren og með Prada tösku í stíl.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.