Löng biðröð hjá Fanneyju í Gallerí Sautján

Það myndaðist löng biðröð um alla Kringlu síðasta fimmtudag þegar Fanney Ingvarsdóttir og MOSS kynntu fatalínu sína í Gallerí Sautján. Fanney hefur verið dugleg að kynna línuna á Instagram og hefur greinilega gert margar spenntar fyrir fötunum.

Margar flíkur seldust hratt upp, enda mikið um klæðilegar flíkur, bæði sem hægt er að nota í hversdagsleikanum og við fínni tilefni.

Glamour/NTC.
Fanney Ingvarsdóttir.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.