Priyanka Chopra klæðist skóm frá KALDA

Íslenska skómerkið KALDA hefur fengið mikla athygli erlendis frá undanfarna mánuði, sérstaklega þegar Kendall Jenner klæddist skóm frá merkinu í ítalska Vogue. Nú hafa fleiri stórstjörnur bæst í hópinn, en leikkonan Priyanka Chopra klæddist skóm frá KALDA í New York á dögunum. Katrín Alda Rafnsdóttir er eigandi og hönnuður merkisins.

Priyanka Chopra klæddist ljósbrúnum ökklastígvélum, sem heita Island Boot, við gallabuxur og köflótta kápu. Skórnir eru úr nýjustu skólínu KALDA.

Skómerkið fæst nú í verslunum eins og Selfridges, Brown’s og Harvey Nichols, en hér á landi í verslunum Geysis og Yeoman Boutique.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.