Tískurisar gefa pening til Notre Dame

Í framhaldi af þeim sorglegu fréttum af brunanum í Notre Dame, hafa tveir franskir tískurisar, LVMH, Arnault fjölskyldan og Pinault fjölskyldan, tilkynnt að þau muni gefa pening til endurbyggingar kirkjunnar.

LVMH og Arnault fjölskyldan munu gefa 200 milljónir evra, eða í kringum 27 milljarða íslenskra króna. Þau fyrirtæki sem eru í eigu LVMH eru meðal annars Sephora, Louis Vuitton, Fendi, Givenchy, Bulgari og Moet & Chandon. Bernard Arnault er forstjóri fyrirtækisins.

Pinault fjölskyldan mun gefa 100 milljónir evra, sem eru rúmlega 13 milljarðar íslenskra króna. Francois-Henri Pinault er forstjóri lúxuskeðjunnar Kering, sem á fyrirtæki eins og Gucci, Saint Laurent, Hermes og Balenciaga.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.