Förðunin fyrir sumarið

Þó að margir séu vanafastir þegar kemur að förðun þá getur samt verið skemmtilegt að breyta til. Í sumar skaltu leggja áherslu á rauðar varir, fallega húð og jafnvel smá glimmer fyrir augun. Glamour hefur hér tekið saman nokkur förðunartrend sem þú getur prófað þig áfram með í sumar. 

Glimmer á augun
Þú þarft ekki að vera neitt sérstaklega fær til að ná þessari förðun fram. Eina sem þú þarft er að skella smá glimmeri á augnlokin. Haltu annarri förðun í lágmarki.

Glamour/Getty. Kate Spade.

Kate Spade.

Náttúrulegt andlit
Náðu fram náttúrulegri förðun með því að halda litunum og förðunarvörunum í lágmarki. Náðu húðinni glansandi og leggðu áherslu á þykkar augabrúnir. 

Tory Burch.
Pamella Roland.

Rauðar og bjartar varir
Náðu fram frísklegu útliti með rauðum og björtum varalit. Bættu svo við bleikum kinnalit og smá maskara, fljótleg og flott förðun.

Tadashi Shoji.
Hellessy.

Gulllitað „smokey“
Á tískusýningu Tom Ford var brúnt og gullituð „smokey“ förðun áberandi. Settu gullitaðan augnskugga í augnkrókinn og þá nærðu fram þessari sannkölluðu glamúrförðun. 

Tom Ford.
Tom Ford.
1 Comment
  1. Hversvegna er ekki sýndar myndir af konum 60 ára + hvernig þær eiga og geta málað sig huggulega ? það mætti koma,,,, einnig með klæðnað hvað passar EKKI þegar maður er 70 ára og eldri. Takk.

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.