ANGAN vill bjóða þér í sumarpartý

Íslenska húðvörumerkið ANGAN vill bjóða þér í sumarpartý í kvöld, þar sem tveimur nýjum vörum verður fagnað. Um er að ræða líkamsolíur sem innihalda sérvaldar íslenskar villtar jurtir og lífrænar kaldpressaðar olíur sem eru fullar af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

ANGAN/Íris Dögg Einarsdóttir

Vörurnar frá Angan eru handgerðar úr bestu fáanlegu hráefnunum frá náttúrunnar hendi. Margir hafa verið hrifnir af baðsöltunum frá merkinu, en nú bætast við tvær húðolíur, Volcanic Glow og Botanic Bliss. Vörurnar fara í sölu í dag, 25. apríl, og verður haldið sumarpartý í HAF STORE á milli 18-21.

Báðar vörurnar fara í sölu 25.apríl á vefverslun Angan www.anganskincare.is og í HAF STORE. Sjá meira hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.