Fjölmennt í útgáfupartýi Blæti

Skoða myndasafn 28 myndir

Tímaritið Blæti fagnaði þriðju útgáfu tölublaðsins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum La Primavera í Marshall húsinu í gærkvöldi. Blaðið er 400 blaðsíður af tísku, hönnun og listum og var þema blaðsins framtíðin.

Erna Bergmann og Saga Sigurðardóttir eru ritstjórar Blætis, en í ritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar ákveðna heild. Tímaritið er eigulegt og mikið stofustáss, en það var sett upp af Studio Studio, þeim Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur ásamt Chris Petter Spilde.

Sunday & White fögnuðu skemmtilegu stemninguna sem myndaðist eins og sjá má á myndunum hér í myndaalbúminu.

Sunday & White/ Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.