Skipti fjórum sinnum um föt á rauða dreglinum

Lady Gaga svíkur aldrei neinn á rauða dreglinum og varð engin undantekning þar á í gærkvöldi, á Met Gala 2019. Lady Gaga klæddist kjól frá Brandon Maxwell, en fór í gegnum fjögur dress, bara á rauða dreglinum.

Þema Met Gala var að þessu sinni tíska, það ýkta við tísku í gegnum tíðina, það sem er venjulegt, hvað má og hvað má ekki. Lady Gaga tók þetta alla leið, með ýktum fatnaði og atriði. Förðunin hennar var í takt, þar sem hún bar hvíta hárkollu og lengstu augnhár rauða dregilsins.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.