Veldu snjóþvegið fyrir sumarið

Snjóþvegið gallaefni kemur aftur í sumar, en það var meðal annars gríðarlega vinsælt á níunda áratugnum. Snjóþvegnar, ljósar flíkur voru áberandi á tískupöllunum í París, eins og hjá Isabel Marant, Balmain og Christian Dior.

Þar voru ekki bara gallabuxur, heldur kjólar, jakkar og meira að segja stígvél úr efninu. Ef þú hyggst fjárfesta í gallabuxum, forðastu að hafa þær þröngar, heldur frekar uppháar og víðar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.