Kendall Jennar fetar í fótspor systra sinna

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner virðist ætla að feta í fótspor systur sinnar, Kylie Jenner, og stofna sitt eigið förðunar- og snyrtimerki. Samkvæmt WWD sótti Kendall Jenner um einkaleyfi á orðunum Kendall og Kendall Jenner í þeim flokkum sem ná yfir ilmvötn, hárvörur, bað- og sturtusápur, líkamskrem, andlitshreinsi, andlitsmaska, svitalykareyði, varagloss, naglalakk og fleira.

Yngri systir Kendall, Kylie Jenner, er á lista Forbes yfir yngstu milljarðamæringa í heimi, en hún hefur hagnast mjög mikið á sínu eigin förðunarmerki. Kim Kardashian, eldri systir þeirra hefur einnig hagnast á sínu eigin förðunarmerki, KKW Beauty. Khloé og Kourtney eiga báðar förðunar- og snyrtimerki, Kourt og Koko. Þó að ekkert meira sé komið í ljós með merki Kendall þá er víst að það muni slá í gegn, eins og annað sem þær systur gera.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.