Louis Vuitton horfir til framtíðar

Nýjasta lína Louis Vuitton var sýnd í New York í gær, þar sem allar helstu stjörnur og andlit franska tískuhússins voru komnar saman. Í línunni var horft til framtíðar, með mynstri og smáatriðum sem minntu helst á sólkerfið. Hnésíð pils með ýktum mjöðmum, teinóttar dragtir og stórir leðurjakkar voru hvað mest áberandi.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.