Meghan styður við unga breska hönnuði

Fyrstu fjölskyldumyndirnar af Harry, Meghan og Archie litla hafa verið einar vinsælustu myndir heims síðustu daga. Einnig hefur mikið verið fjallað um kjólinn sem Meghan klæddist á myndunum, en fatnaður hennar verður mjög oft til umræðu.

Það sem vakti mikla athygli var það að Meghan valdi sér kjól eftir ungan breskan hönnuð, í stað annarra frægari sem hún hefur verið gjörn að klæðast. Hvíti hneppti kjóllinn sem hún klæddist er eftir breska hönnuðinn Grace Wales Bonner, en hún stofnaði fatamerki sitt árið 2014, sama ár og hún útskrifaðist úr Central Saint Martins. Grace var einnig hluti af nýjustu fatalínu Christian Dior, en þar hannaði hún nokkrar flíkur.

Það hefur aldeilis gert henni gott að Meghan skuli hafa klæðst kjól frá henni, en leit eftir Grace Wales Bonner á google hefur vaxið um +1,633% á tveimur dögum. Þessum unga hönnuði þarf að fylgjast betur með.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.