Stórkostlegir búningar Balmain fyrir Björk

Björk hóf nýja seríu tónleika í The Shed í New York í gærkvöldi, Cornucopia, en glænýtt húsið opnaði í byrjun apríl síðastliðnum. Þetta verkefni Bjarkar er talið vera hennar metnaðarfyllsta hingað til, en Björk leikur sér með mismunandi hugmyndir af hljóði, ljósum, búningum og sviðshönnun. Björk sneri sér að franska tískuhúsinu Balmain fyrir búninga.

Björk og aðrir listamenn á sviðinu klæðast fatnaði frá Balmain, sem Björk og Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi Balmain, hafa unnið saman að síðustu mánuðina. Björk nálgaðist Olivier eftir hátískusýningu Balmain í janúar á þessu ári. „Við höfðum verið að leita að búningum sem minntu helst á plönturíkið fyrir þessa vísindalegu tónleika og við vorum svo glöð þegar við fundum þá,“ sagði Björk í samtali við ameríska Vogue.

Myndir eftir Santiago Felipe/Getty Images
Myndir eftir Santiago Felipe/Getty Images

En teymi Bjarkar varð að geta hreyft sig á sviðinu, svo Olivier þurfti að breyta hverri flík svo hægt væri að nota hana á þægilegan hátt á tónleikunum. Olivier klæddi fimmtán tónlistarmenn sem spila með Björk, og hannaði þrjú mismunandi dress fyrir hana sjálfa. „Við þurftum að endurhanna fatnaðinn sem gerður var úr silki, málmi, plasti og útsaumi, svo hægt væri að ganga og framkvæma verkið í fötunum,“ sagði Olivier um samstarfið.

Myndir eftir Santiago Felipe/Getty Images
Myndir eftir Santiago Felipe/Getty Images
Myndir eftir Santiago Felipe/Getty Images
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.