Klassísku flíkur Jane Birkin

Tískufyrirmyndin Jane Birkin er þekkt fyrir útvíðu gallabuxurnar, körfutöskuna og stutta kjóla. Fatastíll hennar gengur alveg jafn vel upp í dag og hann gerði á sjöunda og áttunda áratugnum, enda klassískar flíkur eins og sjá má hér fyrir neðan.

Glamour/Getty.

Jane Birkin árið 1976. Hvítur stuttermabolur við gallabuxur gengur alltaf upp.

Árið 1974.

Fullkomið í vinnuna. Prjónapeysa með skyrtu undir.

Árið 1973.

Hvítur og sumarlegur toppur við útvíðar gallabuxur.

Árið 1968. Stuttur og þröngur prjónakjóll verður flottur í sumar.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.