Kylie Jenner stækkar snyrtivörumerkið

Kylie Jenner ætlar ekki einungis að halda sig við förðunarvörur, heldur ætlar einnig að fara út í snyrti- og húðvörur. Nú hefur hún stofnað Kylie Skin, en vörurnar munu líta dagsins ljós í næstu viku.

Kylie segir frá þessu á Instagram, en þann miðil notar hún hvað oftast til að kynna aðdáendur sína fyrir hinum ýmsu nýjungum eða fréttum af sér og fyrirtæki sínu. Kylie segir að fara út í húðvörur hafi verið draumur hennar lengi, og til að hver förðun sé góð þurfi að vanda sig þegar kemur að húðinni. Þetta merki mun án efa slá í gegn eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur, en allar vörurnar eru vegan, glúteinlausar, án allra parabena og henta öllum húðgerðum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.