Selena Gomez klæðist hinu fullkomna ferðadressi

Söngkonan Selena Gomez er komin til Cannes í Frakklandi, en kvikmyndahátíðin fræga hefst þar í dag. Selena kann greinilega að ferðast á þægilegan en sumarlegan hátt, og klæddist hinu fullkomna og þægilega ferðadressi.

Selena klæddist brúnni prjónapeysu, við víðar prjónabuxur og hlýrabol í stíl. Við munum taka hana til fyrirmyndar fyrir okkar ferðalög í sumar.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.