Flottur og sumarlegur fylgihlutur í hárið

Kvikmyndahátíðin í Cannes hefur í rúm sjötíu ár verið mikill innblástur fyrir tísku og trend og þetta ár ætlar engin undantekning að verða. Fyrirsætan Alessandra Ambrosio er mætt til frönsku borgarinnar, og klæddist þar hvítri skyrtu við hvítar buxur og með silkiklút í hárinu.

Silkiklúturinn er alltaf klassískur, en hefur verið meira áberandi síðustu mánuði. Það er vel hægt að nota hann á marga vegu eins og við sjáum hér, og sumarlegt að binda hann utan um taglið eða snúðinn.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.