Munu ekki nota fyrirsætur undir átján ára

Eitt stærsta tískufyrirtæki heims í dag, Kering, ætlar að hætta að nota fyrirsætur undir átján ára aldri. Margar af frægustu fyrirsætum heims hafa byrjað mjög ungar og hefur þetta umræði efni verið til staðar í tískuheiminum lengi, að mikil pressa sé sett á ungar fyrirsætur. Kering er eigandi tískuhúsa eins og Gucci, Balenciaga og Saint Laurent.

Samtök fyrirsæta um allan heim hafa barist fyrir betri vinnuumhverfi, en Kering er meðal þeirra fyrstu sem gefa út þessa yfirlýsingu og vonast þeir til að fleiri fyrirtæki fylgi þeim eftir. „Við erum meðvituð af áhrifunum sem við höfum á yngri kynslóðirnar með myndum og auglýsingum sem framleiddar eru af tískuhúsum okkar. Við trúum að við verðum að axla ábyrgð og vonum að fleiri fyrirtæki munu fylgja eftir,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Mörg tískuhús nota tískusýningarnar sínar til að frumsýna ný andlit, sem oft eru mjög ungar. Vinnuumhverfi þeirra er oft hættulegt og oft má tengja áreiti á vinnustað, anorexíu og fjárhagsvandamál við starfið. „Okkar skoðun er sú að þroski fyrirsæta yfir átján ára er meiri, bæði andlega og líkamlega. Taktur og kröfur þessa bransa henta betur fyrir fólk yfir átján ára,“ segir Marie-Claire Daveu, en hún er yfir sjálfbærnisdeild Kering.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.