Sjö góð ráð til að viðhalda fallegri húð

Flestar konur vilja viðhalda sléttri og fallegri húð í andliti og á líkama. Margt er hægt að gera til að viðhalda heilbrigði húðar án þess að þurfa fara í skurðaðgerð. Góð húðumhirða og heilbrigður lífstíll geta haft veruleg áhrif og stuðlað að auknu heilbrigði húðarinnar. Bryndís Alma Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Húðfegrunar gefur hér sjö góð ráð til að viðhalda heilbrigðri og fallegri húð.  

  1. Góð sólarvörn 
    Það kemur sennilega engum á óvart að sólarvörn er efst á listanum hjá mér yfir það sem er húðinni mikilvægt á sumrin og veturna. Mörg dagkrem innihalda sólarvörn og auk þess fæst sólarvörn sem er sérstaklega ætluð til notkunar í andliti. Gott er að nota sólarvörn með að minnsta kosti 30 SPF og gott er að hafa í huga að velja sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum. Einnig eru BB og CC krem með sólarvörn snilldarkostur yfir sumarið.

2. Gott rakakrem 
Mikilvægt er að nota alltaf gott rakakrem til að viðhalda góðum raka í húðinni. Yfir sumartímann er gott að nota léttara krem en yfir vetrartímann er betra að nota krem sem eru aðeins feitari. Á næturnar finnst mér gera kraftaverk að nota EGF serum dropa eða ZoPure serum. Til að koma jafnvægi á húðina þegar ég finn fyrir e-h óróleika eða finnst útbrot vera að birtast á henni þá er Retinoids serum frá Neauvia algjört undur. Til að viðhalda húðinni á augnsvæðinu fallegri er mjög gott að nota sérstakt augnserum og krem. Þá erum við bæði að gefa augnsvæðinu aukinn raka og nudd þegar við erum að bera kremið á svæðið. Í uppáhaldi hjá mér er Countour Eye Serum frá Neauvia. Oft sjáum við viðskiptavini með fallega húð á andliti en ekki hálsi og handarböku. Það er góður vani að setja alltaf dagkrem líka á hálsinn til að viðhalda húðinni á honum fallegri og setja smá krem á handabökin.

3. Drekka nóg af vatni 
Það skiptir miklu máli að drekka vel af vatni til að viðhalda rakastigi húðarinnar og koma í veg fyrir þurrk. Vatnsdrykkja hjálpar til við að halda húðinni ungri og ferskri. Ég mæli með að drekka 2 lítra á dag og einnig er gott að grípa í kókosvatn inn á milli, þar sem það inniheldur mikið magn af steinefnum og söltum sem tapast þegar við svitnum og reynum á okkur. 

4. Hrein og góð fæða
Hrein fæða hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Þar hefur neysla grænmetis og ávaxta mikið að segja. Að elda hreinan, fjölbreyttan og hollan mat heima er eitt það besta sem við getum gert fyrir húðina og líkamann okkar til að viðhalda hvoru tveggja heilbrigðu. Gott er að neyta koffíns og áfengra drykkja í hófi þar sem drykkir af báðu tagi eru vökvalosandi og draga þar af leiðandi úr rakamyndum í húðinni. 

5. Góðar olíur
Oft á tíðum dugar ekki að bera á sig góð krem því þau næra bara ysta lag húðarinnar. Með því að taka inn góðar olíur nærðu að næra húðina innanfrá. Góðar olíur til inntöku eru t.d. hörfræolía, avakadó olía, eða aðrar olíur sem innihalda omega fitusýrur. Þegar húðin er extra þurr finnst mér Selolía vera leyndur fjarsjóður sem nær að halda exem þurki alveg í burtu. 

6. Hreinsa húðina kvölds og morgna
Að þrífa húðina kvölds og morgna er eitt það mikilvægasta til að viðhalda henni heilbrigðri og fallegri. Góð regla er að þrífa fyrst af allan farða og síðan að nota hreinsivatn/mjólk til að hreinsa húðina, en með því næst betri hreinsun. Gamalt ráð frá ömmu minni er að nudda svo húðina með vatni og þvottapoka á eftir, það frískar upp á og styrkir húðina rosalega. Gamla konan veit sitt er kemur að húðumhirðu og er hún enn þann dag í dag með mjúka og fallega húð. 

7. Húðmeðferðir
Við hjá Húðfegrun bjóðum ýmsar meðferðir sem hjálpa til við að viðhalda heilbrigðri húð og aðrar sem vinna gegn skemmdum sem kunna að hafa orðið á húðinni. Hjúkrunarfræðingar Húðfegrunar eru sérþjálfaðir í að meta hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Margir þeirra sem leita til Húðfegrunar á þessum tíma árs velta því fyrir sér hvaða meðferðir henti til að undirbúa húðina fyrir sumarfríið. Konur vilja gjarnan geta notið þess að fara í frí án þess að þurfa að huga að förðun og þá skiptir máli að húðin geisli af heilbrigði. Bryndís Alma, framkvæmdastjóri Húðfegrunar segir að vinsælustu meðferðirnar fyrir sumarið séu Laserlyfting og Húðslípun. Laserlyfting er frábær fyrir þá sem vilja styrkja slapp húð og vinna til baka hrukkur eða línur ásamt því að vera góð fyrir þá sem vilja fyrirbyggja slappleika húðar. Nýja meðferðin okkar, Hollywood Glow hefur einnig slegið í gegn og er frábær meðferð til að þétta húðina og gefa henni samstundis aukinn ljóma. 

Varanleg háreyðing fyrir sumarið 
Sífellt fleiri nýta sér þessa umhverfisvænu lausn sem losar þig við rakvélar og aðra hvimleiða umhverfisspilla fyrir fullt og allt. Bryndís Alma segir nýtt háreyðingartæki Húðfegrunar njóta mikilla vinsælda en það getur eytt öllum gerðum af hárum, ljósum, milli lituðum og dökkum, með varanlegum hætti. „Lasergeislinn í nýja háreyðingartækinu nemur hárin á mismunandi vaxtarstigum. Auk þess er nú hægt að eyða fíngerðum ljósari hárum fyrir fullt og allt.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.